Sigtryggur Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir

,,Hljómur úr firði - Litir frá Bach“ er titill samsýningar Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar myndlistarmanns og Tinnu Gunnarsdóttur vöruhönnuðar. Verk þeirra beggja miða að því að miðla hrynjanda, litum og formum úr ólíkum uppsprettum. Verk Tinnu eru unnin upp úr landslagi Héðinsfjarðar þar sem taktur eða tif náttúrunnar er myndgert og miðlað í myndbandsverkum. Verk Tinnu eru hluti af doktorsrannsókn hennar, Snert á landslagi, sem hún vinnur við Háskóla Íslands. Verki Sigtryggs má lýsa sem þrívíðu málverki. Þar freistar listamaðurinn þess að draga fram liti 6. sellósvítu Bachs og myndgera. Verkið tengist tilraunakenndri litafræðikennslu Sigtryggs við Sjónlistadeild Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem tengsl tónlistar og lita eru könnuð. Samstarfsaðili Sigtryggs er Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.

Til baka