Sýning Jorisar heitir Fjaðurvigt. Joris er hollenskur myndlistarmaður sem er búsettur og starfandi á Akureyri síðan 1991. Hann hefur unnið með fjaðrir fugla í listaverkum sínum síðustu árin. Hann safnar þeim ásamt öðrum lífrænum efnum t.d. hvönn, rekavið og birki, á gönguferðum sínum úti í náttúrunni. Tilgangurinn er að gera sýnileg tengsl náttúrunnar í okkur sjálfum og í umhverfinu. Joris hefur bæði haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, m.a. samsýningu norlenskra myndlistarmanna í Listasafninu á Akureyri sumarið 2019 en þá sýndi hann einnig listaverk sem voru uppbyggð af fjöðrum farfugla. Einnig tók hann þátt í samsýningunni StórÍsland í Listasafni Reykjavíkur/Hafnarhúsinu 2017-18. Síðustu einkasýningar Joris voru á þessu ári sýningin Um vöxt, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri og sýningin Rekinn á land, í Segull 67 á Siglufirði.