Velkomin í Pálshús

lifandi safnarhús á Ólafsfirði

image of completed architectural projectsimage of bird cages on display (for a pet store)[background image] image of art exhibition space (for an art gallery)
image of dealership history wall
8. ágúst - 14. september

Eva Ísleifs

Langt áður en það var langt síðan

Eva Ísleifs (f. 1982 ) hlaut BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og árið 2010 hlaut hún MFA-gráðu í skúlptúr frá Listaháskólanum í Edinborg, Skotlandi. Eva býr og starfar bæði í Reykjavík og í Aþenu á Grikklandi. Hún er einn af stofnendum og stjórnendum A – DASH í Aþenu en það er rekið í samstarfi þriggja kvenna: þeirra Evu,  Zoe Hatzyiannaki og Christinu Petkopoulou. Eva vinnur í ýmsa miðla, einna helst í skúlptúr eða þrívídd. Verk Evu hafa oft húmoríska nálgun og þannig myndast togstreita milli vonar og vonleysis. Eftir standa mikilvægar spurningar um það hvernig gildismat og verðmæti eru skilgreind í samfélaginu.

Sýningar í Pálshúsi

image of dealership history wall
Ljósmyndasafn

Líf og starf í heila öld

Pálshús er eitt elsta húsið á Ólafsfirði og dregur nafn sitt af Páli Bergssyni, sem í byrjun nítjándu aldar kláraði, ásamt konu sinni Svanhildi Jörundsdóttur, að reisa húsið í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Páll var einn aðalhvatamaðurinn að útgerðarmálum í Ólafsfirði. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að skoða þær.

Almennar spurningar
Hvenær er Pálshús opið?

Pálshús er opið alla frá 1. júní til 15. september frá klukkan 13.00 - 17.00

Hvað kostar inn?

Það kostar 2000 krónur fyrir fullorðna, 1500 krónur fyrir eldri borgara og 1000 krónur fyrir börn

Hvar er Pálshús?

Pálshús liggur við Strandgötu 4 á Ólafsfirði

Get ég styrkt starfsemina?

Hollvinir Pálshúss er sjálfboðaliðaverkefni á Ólafsfirði sem vinnur að uppbyggingu safna í Pálshúsi. Með því að gerast Hollvinur styrkir þú verkefnið um 2000-3000 krónur á ári.